Fréttir

Ný tegund myndavélatækni sett upp í Hvalfjarðargöngum

Nýjar hraðamyndavélar verða settar upp í Hvalfjarðargöngum á næsta ári. Vegagerðin hyggst kaupa nýju myndavélarnar og fjármagn til uppsetningar vélanna þú þegar fyrir hendi. Talið er að kostnaður við þær verði ekki undir 50 milljónum króna. Þetta kemur fram Í Skessuhorni.

Eldsneytis- og bílakaup dragast saman

Velta í þeim útgjaldaliðum sem tengjast rekstri bifreiða drógust verulega saman milli ára í ágúst, en dregið hefur úr bílainnflutningi á árinu. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagsjár, sem hagfræðideild Landsbankans stendur að.

18 bílar í úrslitum í vali á bíl ársins

Tilkynnt verður um val á Bíls ársins 16. október næstkomandi og sigurvegara í hverjum flokki fyrir sig. Átján bílar í sex flokkum hafa komist í lokaval Bandalags íslenskra bílablaðamanna í vali á bíl ársins 2020. Alls voru 30 bílar í forvali.

Umferð minnkar mikið á Suðurlandi

Umferðin á Hringveginum dróst saman um 1,7 prósent í nýliðnum septembermánuði. Það hefur verið lítið um samdrátt í umferðinni liðin misseri en hér vekur athygli að mestur samdráttur er á Suðurlandi og mælist hann heil 8,5 prósent. Eigi að síður má reikna með að í heild aukist umferðin í ár um 2-3 prósent á Hringveginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Um 38,4% samdráttur í sölu á nýjum bílum

Um 38,4% samdráttur var í sölu á nýjum bílum fyrstu níu mánuði yfirstandandi árs þegar tekið er mið af sama tíma á síðasta ári. 9.838 bílar seldust fyrstu níu mánuðina á móti 15.970 bílum í fyrra. Ýmsar ástæður eru taldar til sem valda þessum samdrætti og má í því sambandi benda á að enn hafa ekki náðst kjarasamningar við stóran hóp fólks í landinu. Ennfremur er bent á fall WOW-air og fleiri ástæður væri hægt hægt að nefna.

Skoða hugmyndir um veggjöld út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um

Upp­lýs­ing­ar um akst­ur lands­manna sem fengn­ar eru með til­liti til bíl­núm­era eru per­sónu­grein­an­leg­ar og þarf því þá að skoða hug­mynd­ir um veg­gjöld í nýja sam­göngusátt­mál­an­um út frá per­sónu­vernd­ar­lög­um. Þetta kemur fram í umfjöllun í Morgunblaðinu um málið.