Fréttir

Auðvitað eru einhverjir hnökrar í byrjun

Í gær hófst innheimta veggjalda í Vaðlaheiðargöngunum og búast rekstraraðilar við að hátt í tvö þúsund bílar fari um göngin á sólarhring. Samkvæmt upplýsingum hafa verið keyptir miðar fyrir um 30 milljónir króna. Fram hefur komið að eftir sem áður verður hægt að fara um Víkurskarð en þar getur færð spillst yfir vetrartímann.

Vegakerfið laskað

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra birti hugleiðingu um vegamál á facebook heimasvæði sínu 29. desember 2018. Fram kom hjá Sigurði að vegakerfið væri víða laskað og illa undirbúið fyrir stóraukinn umferðarþunga síðustu ára. Sigurður sagði að framlög til vegagerðar hefðu verið of lág og ekki haldist í hendur við aukið álag.

Merkja betur og taka niður hraðann

Töluverðar umræður hafa verið um öryggi brúa hér á landi í kjölfar slyssins þegar bíl fór fram af brúnni yfir Núpsvötn á milli jóla og nýjárs. Bílinn snarsnerist á brúnni, lenti uppi á vegriði og steyptist þaðan niður á aurana fyrir neðan. Um átta metra fall var um að ræða. Þrennt lét lífið í slysinu, allt erlendir ríkisborgarar, fjórir aðrir slösuðust alvarlega en eru á batavegi.

Eldsneytisgjöld hækka um áramótin

Bensínverð hér á landi hækkar um 3,3 krónur á lítra um áramótin og mun lítrinn af dísilolíu hækka um 3,1 krónu á lítra. Gert er ráð fyrir að bensínverð miðað við núverandi útsöluverð og álagningu hækki úr 221,8 krónum í 225,10 krónur á lítra og dísi-lolía úr 225,3 krónum í 228,4 krónur á lítra.