Fréttir

Grænbók um samgöngumál gefin út að loknu samráði

Grænbók um samgöngumál, þar sem greind er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í samgöngum til fimmtán ára, hefur nú verið birt ásamt fylgigögnum á vef ráðuneytisins.

Umferðin eykst en nær ekki sömu hæðum og fyrir faraldurinn

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst um tæp sex prósent frá fyrra ári sem er töluvert mikil aukning. Hún dugir þó ekki til þess að umferðin nái sömu hæðum og fyrir kórónuveirufaraldurinn eða árið 2019. Reikna má með að umferðin muni aukast um 6,3 prósent í ár samkvæmt tölum frá Vegagerðinni.

Rafbílarnir skilja eftir sig grynnsta vistsporið

Ný viðamikil rannsókn á vistferilsspori og útlosun ökutækja -rafbílar mun umhverfismildari en bensín- og dísilbílar. Í nýrri skýrslu frá bandarísku samtökunum International Council on Clean Transportation (ICCT) kemur fram að aðeins hreinir rafbílar og vetnisknúnir bílar draga nægjanlega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hitaaukningu í heiminum vel undir 2 gráðum.

BL ehf innkalla 86 Subaru VX bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Subaru VX bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar á festingu fyrir jafnvægisstöng geti losnað.

Óstöðvandi okurfélög

Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda.

Endurkröfur á tjónvalda í umferðinni námu 143 milljónum króna árið 2020

Samþykktar end­ur­kröf­ur á tjón­valda í um­ferðinni námu alls tæp­um 143 millj­ón­um króna árið 2020 og tæp­um 96 millj­ón­um árið 2019 að því fram kemur í tilkynningu frá endurkröfunefnd.

Er þeim sjálfrátt?

Skilti sett upp sérstaklega fyrir þá sem í heimildarleysi aka móti einstefnu?

Botninn loks tryggður

Tryggingafélögin eru nú að uppfæra kaskótryggingar bifreiða þannig að þær nái framvegis einnig til tjóna á undirvagni bíla. Breytingarnar taka yfirleitt gildi við næstu endurnýjun bifreiðatrygginganna.

Tesla Motors Iceland innkallar 24 Model 3 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tesla Motors Iceland um að innkalla þurfi 24 Model 3 bifreiðar af árgerð 2018 - 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að herða þurfi bolta í bremsudælum.

Rafbílasala í miklum vexti víða um heim

Góð rafbílasala á flestum mörkuðum í ár. Einn af fimm nýjum bílum í Evrópu í júní var raftengjanlegur og þar af var helmingurinn hreinir rafbílar.Tesla Model 3 er vinsælasti rafbíllinn.