08.06.2021
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í maímánuði jókst um átta prósent frá maí í fyrra, sem nær þó ekki að vinna upp hvað umferðin dróst mikið saman þann mánuð fyrir ári. Í ár hefur umferðin á svæðinu aukist um 10 prósent og útlit fyrir að umferðin í ár aukist um 8,5 prósent. Þá yrði umferðin eigi að síður 2,5 prósentum minni en hún var árið 2019 að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
07.06.2021
Volkswagen ID-4 hlaut Stálstýrið en tilkynnt var í kvöld um val á bíli ársins 2021 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stendur að þessu kjöri. Bílablaðamenn frá bilablogg.is, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, FÍB blaðinu, Viðskiptablaðinu og visir.is tóku þátt í lokaprófinu.
07.06.2021
Franskt fjögurra manna teymi setti nýtt met þegar það ók Toyota Mirai yfir þúsund kílómetra á einum vetnisgeymi. Ferðin hófst snemma að morgni dags í maí sl. frá vetnisstöð Hysetco í Orly skammt frá París og lauk eftir 1003 kílómetra. Þá var vetnisgeymirinn næstum tómur.
07.06.2021
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur gripið til þess ráðs að innkalla þúsundir bifreiða vegna galla sem fram komu sem lúta að öryggisþáttum. Umræddir gallar einskorðast eingöngu við bíla fyrirtækisins á bandarískum markaði.
07.06.2021
Hætt hefur verið við framkvæmdir í Kömbum í dag vegna veðurs. Til stóð að malbika akreinar í báðar áttir neðst í Kömbum en nú hefur verið horfið frá því vegna óhagstæðrar veðurskilyrða.
04.06.2021
Í nýrri viðhorfskönnun MMR, Markaðs og miðlarannsóknir ehf, meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu sem unnin var fyrir áhugahópinn Samgöngur fyrir alla (ÁS) kemur fram að 51% svarenda taldi að umbætur á stofnbrautakerfinu væru líklegri til að draga úr umferðartöfum. Hins vegar töldu 33% að Borgarlína væri líklegri til þess.
04.06.2021
Samráðshópur Vegagerðarinnar, Lögreglunnar, Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hélt árlegan vorfund sinn nú í vikunni. Fyrrgreindar stofnanir eiga með sér gott samstarf, þar sem þungamiðjan er náttúruvernd, aðgengi, verndun innviða, öryggi vegfarenda og ábyrg ferðahegðun á hálendi Íslands.
02.06.2021
Vegvísir.is er nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Vefnum er ætlað að vera leiðarvísir almennings að lykilupplýsingum um samgöngur, fjarskipti og byggðamál. Vegvísir markar tímamót með nýstárlegri framsetningu á opinberum gögnum, en þar verður hægt að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.
02.06.2021
Sama þróun í nýskráningum fólksbíla er að eiga sér stað í Noregi og á Íslandi þegar tölur fyrstu fimm mánuði ársins eru skoðaðar. Í Noregi voru 82% allra nýrra bíla í maí endurhlaðanlegir. Aukningin í nýskráningum miðað við sömu mánuði í fyrra nemur um 33%.
02.06.2021
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 122 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skinna losni sem tengist bremsupedala. Komið það fyrir munu bremsuljósin loga stöðugt.