01.10.2024
Tesla eykur markaðshlutdeild í Svíþjóð
Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla hefur aukið markaðshlutdeild sína í Svíþjóð á þessu ári þrátt fyrir vinnudeilur sem hafa beinst að fyrirtækinu í næstum heilt ár, samkvæmt gögnum um bílasölu frá Norðurlöndunum sem birtust í upphafi vikunnar.