Bílasala að rétta úr kútnum
Nýskráningar fólksbifreiða á fyrstu fimm vikum þessa árs eru 31,5% fleiri en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar það sem af er á árinu eru alls 688 en voru 523 á fyrstu fimm vikum ársins 2024. Bílar til almennra notkunar er um 75%, alls 515, og til ökutækjaleiga 165 bílar að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Hlutdeild rafmagnsbíla er um 40% í heildarsölunni það sem af er þessu ári. Nýskráningar í þeim flokki eru alls 278 bifreiðar. Tenglitvinnbílar eru 216 sem er 31,4% hlutdeild af markaðnum. Nýskráningar í dísil-bílum eru alls 72 sem gerir um 10,5 hlutdeild. Hybrid-bílar koma þar skammt á eftir.
Svona viðsnúningur hefur ekki sést í langan tíma og eru kannski merki um breytingar í þessu efnum. Tíminn einn mun skera úr um það á næstu misserum.
Þegar einstakar bílategundir eru skoðaðar eru flestar nýskráningar í Kia, alls 124, sem er um 18,0% hlutdeild á fyrstu fimm vikum ársins. Toyota er í öðru sæti með 78 bíla og Hyundai kemur í þriðja sæti með 71 bifreiðar.