Eigendum bíla er treyst til að skila inn kílómetrastöðu

Kílómetragjald verður tekið upp innan skamms og er hugmyndin að það taki gildi um mitt þetta ár. Það sé í raun óumflýjanlegt og fyrirkomulagið verður kynnt á næstunni að sögn Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra. Ol­íu­gjald verður fellt niður og kíló­metra­gjald kem­ur í staðinn. Sam­bæri­leg áform voru uppi hjá fyrri rík­is­stjórn en ekki tókst að klára það mál fyr­ir kosn­ing­ar.

Frumvarp um kílómetragjald vegna rafmagns- og tengiltvinnbíla var samþykkt á Alþingi í lok árs 2023. Nú stendur til að taka upp kílómetragjald á allan akstur.

Umræða hefur verið gangi hvort auðvelt sé að sneiða framhjá þessu kerfi með því að feikta í mælum og snúa þá með einhverjum hætti niður. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, sem var í viðtali um þetta mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði það í sjálfu sér ekki mjög flókið og hægt sé að að nálgast græjur til þessa á Netinu.

,,Eigendum bíla er hins vegar treyst til að skila inn kílómetrastöðu, Ef hann trassar það ber honum að fara með bílinn á skoðunarstofu og fá viðurkennda mælingu. Eins ef bíllinn fer á þjónustuverkstæði þá á að koma til skráning á kílómetrastöðu. Reyndar einnig við skoðun á nýjum bíl sem kemur reyndar ekki til fyrr en eftir fjögur ár á hefbundnum einkabíl. Svo þegar bíllinn skiptir um eigendur við kaup og sölu. Það eru til ýmsir skráningamöguleikar sem draga úr líkum á þessu,“ sagði Runólfur.

Runólfur sagði fæsta vilja fá að settir yrði upp ákveðnir mælar í hvern einasta bíl með tilheyrandi kostnaði. Það eru hins vegar alltaf einhverjir sem vilja hafa rangt við. Viðurlögin við því eru mjög ströng og háar sektir því samfara. Í nýrri bílum er hægt að sanna þegar eigendur gefa ekki upp rétta kílómetrastöðu.

Ítarlegt viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í heild sinni um þetta mál sem önnur við Runólf Ólafsson má nálgast hér.