Innkallanir á yfir 80 þúsund Kia Niro bifreiðum í Bandaríkjunum
Innkallanir hafa verið gerðar á yfir 80 þúsund Kia Niro bifreiðum sem framleiddir eru í Bandaríkjunum.Gólfvírar undir framsæti farþegamegin geta skemmst og komið í veg fyrir að loftpúðar og öryggisbelti virki eins og til er ætlast.
Skemmdir á vírunum geta einnig valdið því að hliðarloftpúðar springi út óvænt, samkvæmt gögnum sem lögð voru fram hjá bandarísku umferðaröryggisstofnuninni (NHTSA). Innköllunin nær yfir rafbíla, tengiltvinnbíla (PHEV) og tvinnbíla af árgerðum 2023-2025.
Til að leysa vandann munu söluaðilar skoða, skipta út og endurleggja gólfvírakerfið eftir þörfum, án endurgjalds. Að auki munu söluaðilar setja upp hlífar yfir vírana. Eigendur verða látnir vita með bréfi sem sent verður í mars.
Þessi innköllun kemur í kjölfar annarrar sem upp kom í nóvember, þegar Hyundai og Kia innkölluðu yfir 208.000 rafbíla til að laga transistor í hleðslustýrieiningu sem gat skemmst og stöðvað hleðslu 12 volta rafgeymisins. Það gat síðan valdið því að bíllinn missti drifafl og þar með aukið slysahættu.