Innkallanir á Jeep Wrangler vegna íkveikjuhættu – 298 bílar hér á landi
Innkallanir víða um heim hafa verið gerðar á Jeep Wrangler bifreiðum. Innköllunin er til komin vegna þess að einangrun í rafhlöðunum getur rofnað og leitt til íkveikju. Jeep Wrangler bifreiðarnar sem þessi innköllun nær til voru framleiddar á tímabilinu 1. júlí 2020 til 16. nóvember 2023. Fjöldi bíla á heimsvísu er 191.786.
Eigendum þessara bifreiða er bent á að hafa samband við Jeep söluaðila eða verkstæði í sínu landi sem er opinberlega viðurkennt til að framkvæma viðgerðir fyrir hönd framleiðandans og óska um leið eftir nánari upplýsingum .
Samkvæmt upplýsingum frá Ísband, umboðsaðila Jeep Wrangler á Íslandi, barst fyrirtækinu tilkynning frá framleiðandanum um umrædda bilun. Innköllun á bílum hjá Ísband er hafin og verða alls kallaðir inn 298 bílar.
Eigendur bifreiða sem ekki hafa verið fluttir til landsins af Ísband fá ekki þessar tilkynningar. Þeir eru engu að síður hvattir til að setja sig í samband við þjónustuverkstæði Ísbands.