Leiðrétting á tölum um afkastagetu einkabíla í umferðinni

Fyrr í dag fullyrtum við að á 40 km hraða gætu 450 bílar keyrt á 40 km hraða á tveimur akreinum á einni mínútu.
Þetta er reiknivilla, hið rétta er að talan er 150 bílar.
Gerður var samanburður við afkastagetu strætó með 50 farþega sem færi á þessum hraða á sama tíma. Munurinn á afkastagetu einkabílsins og strætósins er þrefaldur, miðað við að aðeins einn sé í hverjum bíl, en ekki nífaldur eins og ranglega var fullyrt.
Þetta var reiknidæmi, en í raunveruleikanum getur það litið allt öðru vísi út. Sjaldan eru 50 farþegar í strætó og oft eru fleiri en einn í einkabílnum.
Beðist er velvirðingar á fyrri rangfærslu.