Malbikað fyrir 1,2 milljarða í sumar

Malbikað verður fyrir milljarð króna í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Áætlaður heildarkostnaður er því um 1,2 milljarðar króna.

Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum.

Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 13. mars.

Malbikunarsjá á vefnum

Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í kortasjá á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða hvað er framundan, í gangi og hvaða framkvæmdum er lokið.