Rauð viðvörun um land allt!
Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir nánast allt land í dag. Spáð er sunnan stormi og sums staðar ofsaveðri á landinu. Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi og Samhæfingarmiðstöð Almannavarna var virkjuð klukkan 14. Fólk er beðið um að vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjulausu á meðan óveðrið gengur yfir.
Veginum um Holtavörðuheiði hefur verið lokað og einnig Öxnadalsheiði. Búist er við lélegu skyggni og versnandi færð þegar líður á daginn og ekki útilokað að fleiri vegum verði lokað. Víða er óvissustig á vegum og hætta á lokun með skömmum fyrirvara.
Festa þarf lausamuni til að koma í veg fyrir foktjón og losa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.
FÍB hvetur landsmenn til að fylgist mjög vel með veðurspám og vera ekki á ferðinni fyrr en veðrið er gengið yfir.