Vegna umfjöllunar FÍB um strætó og einkabílinn

Vegna umfjöllunar á vefsíðu FÍB um muninn á afkastagetu strætó og fólksbíla í umferðinni, þykir okkur hjá félaginu rétt að taka eftirfarandi fram:

FÍB hefur ávallt haft þá stefnu að stuðla að öruggum og góðum samgöngum, óháð fararmáta eða farartækjum. Líkt og einkabíllinn eru almenningssamgöngur valkostur til að komast á leiðarenda. FÍB hefur ætíð lagt áherslu á mikilvægi góðra og fjölbreyttra almenningssamgangna.

Sú tölfræði sem FÍB birti í gær um samanburð á afköstum strætó og fólksbíla var ósanngjörn. Það er stundum hægt að fá reikningslega rétta útkomu með því að hafa til hliðsjónar aðstæður sem eru ekki sanngjarnar. Enginn ferðamáti er merkilegri en annar, hvað sem tölfræði líður. Það er þvert á stefnu stjórnar FÍB að etja valkostum í samgöngum saman og þessi samanburður og framsetning var ekki anda þess sem FÍB stendur fyrir.

FÍB biðst velvirðingar á þeirri röngu ákvörðun að birta umræddan samanburð.