10 bestu gagnvart umhverfinu

ADAC, hið þýska systurfélag FÍB rannsakar og raðar reglulega bílum upp á lista út frá umhverfismildi þeirra.  Flest er tekið með í reikninginn, m.a. atriði eins og raunveruleg orku- og eldsneytiseyðsla og hversu umhverfismild sjálf framleiðsla bílanna er.  Á nýrri útgáfu þessa lista eru 56 bílar. Efstur er Toyota Prius með fimm stjörnur. Bak við störnurnar eru 90 stig af 100 fáanlegum.

http://www.fib.is/myndir/Toyota-prius-c.jpg
1. Toyota Prius C.
http://www.fib.is/myndir/Renault-kangoo-ZE.jpg
2. Renault Kangoo ZE.
http://www.fib.is/myndir/Honda-Insight.jpg
3. Honda Insight.
http://www.fib.is/myndir/Renault_fluence_ze.jpg
4. Renault Fluence ZE.
http://www.fib.is/myndir/Opel-Astra-1.4-LPG.jpg
5. Opel Astra 1,4 LPG.
http://www.fib.is/myndir/Audi-A4.jpg
6. Audi A4 2,0 TDI.
http://www.fib.is/myndir/VW-Passat.jpg
7. VW Passat Variant
2,0 TDI.
http://www.fib.is/myndir/Ford-Focus-EcoBoost.jpg
8. Ford Focus 1,0
EcoBoost.
http://www.fib.is/myndir/Peugeot-d.hybr.jpg
9. Peugeot 508 Hybrid4.
http://www.fib.is/myndir/Mazda-CX-5.jpg
10. Mazda CX-5 2,2
SkyActiv-D.

Lang flestir bílaframleiðendur leggja mikla áherslu um þessar mundir að ná eldsneytiseyðslunni og þar með CO2 útblæstrinum sem allra mest niður. Eyðslutölur sem framleiðendurnir síðan gefa upp fyrir hvern og einn bíl eru fengnar með staðlaðri svonefndri ECE mælingu í rannsóknastofu þar sem bíllinn er látinn „keyra“ tiltekna gervi-akstursleið við tiltekið hitastig og aðrar tilbúnar aðstæður sem eiga að líkja eftir raunverulegri notkun.

Þessi gervi-akstursleið sætir talsverðri gagnrýni fyrir það að hún sýni alls ekki raunveruleikann, heldur eyðslutölur sem eru allt of lágar og úr takti við eyðsluna hjá þorra ökumanna. En hvað sem um það mætti segja þá kemur út úr þessari stöðluðu mælingu einskonar eyðsluvísitala sem bílakaupendur geta borið saman bíla sína og bíla sem þeir hyggjast kaupa.

Í sínum mælingum hefur ADAC komið sér upp öðrum eyðslumælingarstaðli (Eco-Test) sem  gefur hærri eyðslutölur en Evrópustaðallinn – tölur sem eru mun nær raunveruleika flestra. Hjá  ADAC eru bílarnir látnir aka gervi-akstursleið sem kallast WLTP-hringurinn (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure). Þá eru þeir einnig látnir aka  aðra gervileið  sem kallast NEDC (New European Driving Cycle). En hjá ADAC er kveikt á AC-miðstöð bílsins þegar tilraunin fer fram. Svo er hins vegar ekki í Evrópumælingunni. AC miðstöðvar kæla fólksrými bíla og krefjast nokkurs eldsneytis.

En eyðsla bílanna er ekki það eina sem ADAC skoðar þegar umhverfisgæska bílanna er metin. Það sést kannski best á því að Príusinn í fyrsta sætinu er alls ekki sá sparneytnasti. Eyðsla hans mældist 4,58 l á hundraðið sem reyndist 17 prósentum yfir uppgefinni eyðslutölu sem mæld er samkvæmt ECE staðlinum. Nú skoðar nefnilega tæknifólkið allan feril bílsins frá „getnaði til grafar,“

Þegar reiknuð eru núna út heildar CO2 „fótspor“ bílsins eru tekin Inn í  útreikningaana ýmis atriði sem ekki voru með áður. Þetta eru m.a. tekin atriði eins og öll tilurð bílsins, aðdrættir og flutningar vegna hans og á honum og flutningar á eldsneyti fyrir hann. Þessi gerbreytta víðtæka aðferðafræði þýðir því það að allur samanburður við eldri rannsóknir bæði ADAC og annarra af þessum toga verður algerlega ómarktækur.

En nýi listinn frá ADAC yfir 
10 umhverfismildustu
bílana er annars svona:
  1. Toyota Prius (hybrid): 90 stig.
  2. Renault Kangoo ZE (rafbíll): 89 stig.
  3. Honda Insight (hybrid): 87 stig.
  4.  Renault Fluence ZE (rafbíll): 84 stig.
  5. Opel Astra 1,4 LPG (gas): 81 stig.
  6. Audi A4 2,0 TDI (dísil): 79 stig.
  7. VW Passat Variant 2,0 TDI BMT (dísil): 79 stig.
  8. Ford Focus 1,0 EcoBoost (bensín): 78 stig.
  9. Peugeot 508 Hybrid4 (dísil-hybrid): 78 stig.
  10. Mazda CX-5 2,2 SkyActiv-D (dísil): 77 stig.