10 mest skoðuðu bílarnir
Nýjungarnar á bílasýningunni í Los Angeles sem lauk sl. sunnudag drógu til sín flesta áhorfendur. Nýjungarnar voru reryndar fjölmargar og ef segja má að einhver einn þáttur hafi verið ríkjandi á sýningunni var það rafmagnið og umhverfismildin og þá ekki síst rafbílarnir.
Bílasýningin í Los Angeles var eins og eðlilegt miðuð við Bandaríkin og bandarískan bílamarkað og því gaf að líta nokkra stórvaxna bíla með stórar og aflmiklar vélar. En smábílarnir eru greinilega teknir að vekja áhuga Bandaríkjamanna því þarna voru sýndir smábílar eins og Fiat 500 og rafbílar frá Honda, Nissan, Mitsubishi, Coda og Toyota. Coda er nýtt bílanafn, en fyrirtækið er til heimilis í Santa Monica í Kaliforníu og framleiðir einvörðungu rafbíla.
Nú hefur verið tekinn saman listi yfir þá tíu bíla sem höfðu mest aðdráttarafl á sýningargesti. Þeir eru þessir:
Chevrolet Camaro ConvertibleChevrolet Camaro Convertible: Öflugur sportlegur bíll með stóra V8 bensínvél, fallegt gamaldags útlit og skaplegt verð eru helstu kostir þessa bíls. |
Mercedes Benz CLS 63 AMG: Fimm manna fólksbíll en gríðarlega öflugur, 518 til 550 hö. |
Range Rover Evoque: Sportlegur jepp-lingur með takmarkaða getu á vegleysum. Er talinn líklegur til að auka nokkuð veg Range Rover í Bandaríkjunum. |
Porsche Cayman R: Arftaki 911 Carrera. Léttari, aflmeiri og sparneytnari og 330 hestöflin tryggja snerpuna. |
Nissan Ellure (hugmyndarbíll): Þessi bíll er fyrirrennari nýs bíls frá Nissan sem talinn er munu líta svipað út. 2,5 l túrbínu-bensínvél og rafmótor gefa samtals 275 hestöfl. |
Subaru Impreza (hugmyndarbíll): Þessi nýja kynslóð Imprezu var sýnd sem hug-myndarbíll. Búist er við að framleiðslu-útgáfa næstu kynslóðar bílsins muni líta nokkurnveginn eins út. |
Toyota RAV4 rafbíll: Þessi rafknúna útgáfa RAV4 er byggð í samvinnu Toyota og Tesla í Silicon-dal í Kaliforníu. |
Hyundai Elantra: Ný kynslóð þessa milli-stærðarbíls frá Hyundai. Mjög sparneytinn bíll sem aðallega er að þakka hversu lág loftmótstaða bílsins er. |
Dodge Durango: Stórir pallbílar falla Banda-ríkjamönnum afar vel í geð. Dodge-svipur-inn leynir sér ekki en þó er óvenjulegt við þennan bíl miðað við aðra samskonar, að hann er ekki lengur byggður á grind, heldur er yfirbygging og burðarvirki nú sambyggt, eins og í hinum nýja Grand Cherokee. |
Mitsubishi I miev rafbíll: Þessi rafmagns-bíll er lítilsháttar breyttur í útliti fyrir Bandaríkjamarkaðinn en er í grunninn sá sami og sá sem er að koma á Evrópu-markað. Tveir svona bílar eru skráðir á Ís-landi. |