100 þúsundasti Renault rafbíllinn til Osló
Renault afhenti á föstudaginn var lyklana að 100 þúsundasta Renault rafbílnum í Osló í Noregi. Bíllinn er af gerðinni Zoe. Fimm ár eru síðan Renault hóf að fjöldaframleiða rafbíla. Í dag er fyrirtækið sterkast bílaframleiðenda á rafbílamarkaði Evrópu með 27 prósenta markaðshlutdeild.
Kaupandi hundrað-þúsundasta Renault rafbílsins er Åsmund Gillebo, 41 árs Oslóbúi. Með í kaupunum fylgja 100 þúsund endurhleðslumínútur í hleðslustöðvum eins orkufyrirtækis og ótakmarkaður aðgangur að hleðslustöðvum annars í fimm ár.
Á fyrri helmingi ársins (2016) seldust yfir 15 þúsund Renault rafbílar í Evrópu. (Rafmagnsfjórhjólið Twizy ekki meðtalið). Það er 32 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Bílarnir eru bæði fólksbílar og sendibílar. Nærri lætur að fjórði hver rafbíll í Evrópu sé af Renault-gerð og í heimalandinu Frakklandi er annar hver rafbíll. Stærstu rafbílamarkaðslönd Renault eru Frakklandi, Noregur, Bretland og Þýskaland.