120 ára afmæli bílsins á Íslandi fagnað

Fornbíladagurinn var haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni í gær af tilefni af því að 120 ár eru liðin frá því að fyrsti bíllinn kom til Íslands. Allir sem eiga fornbíl voru sérstaklega hvattir til að mæta og fagna þessum tímamótum.

Þess má geta að fyrsti bíll­inn kom til Íslands árið 1904, þótti úreltur og hentaði ekki íslenskum aðstæðum

Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, sagðist aldrei hafa séð svo marga fornbíla samankomna hér á landi.

Forn­bíla­klúbb­inn stendur fyr­ir að minnsta kosti einni sýn­ingu á ári á Árbæj­arsafni en hvorki fé­lags­menn né safnið hafi áður séð jafn marga gesti og í gær. Rúnar sagðist aldrei séð svo marga af bíl­um fé­lags­manna.