15 krónu eldsneytisverðlækkiun í morgun

Eldsneytisverð á Íslandi lækkaði um hvorki meira né minna en 15 krónur lítrinn í morgun. Lækkunin atvikaðist þannig að N1 reið á vaðið og auglýsti í opnuauglýsingum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun sérstakt tilboð á eldsneyti í tilefni af því að fyrsta stóra ferðahelgi landsmanna er að ganga í garð. Ferðadagurinn fyrsti er í dag var fyrirsögn auglýsingarinnar Hin olíufélögin brugðust þá við á sama hátt hvert af öðru og lækkuðu verðið hjá sér um sömu tölu eitt af öðru – um 15 krónur á lítrann.

Auðvitað er lækkun af þessu tagi fagnaðarefni og vill FÍB endilega hvetja landsmenn til að fylla á tankinn í dag því að ekki liggur fyrir hvort þessi afsláttur verði við lýði einungis í dag eða eitthvað áfram.

 Undanfarnar tvær vikur hefur heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækkað nokkuð en sú lækkun hefur ekki verið að skila sér til íslenskra neytenda. 15 krónu lækkunin í dag bætir heldur fyrir það og það borgar sig fyrir bíleigendur að nota tækifærið og fylla á dag dragi olíufélögin lækkunina strax til baka eftir miðnættið.  

Hér sést hvað  lítrinn af eldsneyti kostaði hjá hverju félagi um sig í sjálfsafgreiðslu fyrir og eftir 15 króna lækkiunina í morgun. Fyrir neðan er yfirlit yfir eldsneytisverðið hér á landi. Nánari skýringar er að finna á myndinni sjálfri.

Bensín

N1/Shell/Olís

Orkan

AO

ÓB

20.maí

208,5

206,2

206,3

206,3

21.maí

193,5

191,8

191,9

193,3






Dísilolía

N1/Shell/Olís

Orkan

AO

ÓB

20.maí

206,5

204,2

204,3

204,3

21.maí

191,5

189,8

189,9

191,3

http://www.fib.is/myndir/Innkaupogalag.jpg