15 létust í umferðarslysum 2007

http://www.fib.is/myndir/Kross.jpg

Samkvæmt bráðabirgðatölum Umferðarstofu létust 15 manns í 15 umferðarslysum á nýliðnu ári eða rúmlega helmingi færri en árið á undan, en þá lést 31.  

Af hinum látnu á síðasta ári voru 13 ökumenn bíla eða bifhjóla, einn var farþegi í bíl og einn var gangandi vegfarandi. Af þeim látnu voru 12 karlar, tvær konur og eitt barn.  

Aldur þeirra látnu var sem hér segir: Barnið var fjögurra ára drengur, einn var á aldrinum 17 til 20 ára, einn var á aldrinum 21 til 24 ára, Níu voru á aldrinum 25 til 64 ára og þrír 65 ára og eldri. Flestir létust í júlí og október eða þrír talsins, tveir í mars, tveir í ágúst, september og nóvember.  Einn lést í desember af völdum slyss sem átti sér stað síðasta dag nóvembermánaðar.

Árið 2006 létust 20 karlar og 11 konur.  Í þremur tilvikum var um bifhjólaslys að ræða og jafnoft létust erlendir vegfarendur.  Nær helmingur látinna óku útaf vegi, sjö létust í árekstrum og í einu tilviki var ekið á gangandi vegfaranda. 14 slysanna urðu í dreifbýli og eitt í þéttbýli.