150 milljón bíla hafa verið framleiddir hjá Nissan
Þáttaskil urðu hjá japanska bílaframleiðandanum Nissan á dögunum en þá höfðu 150 milljónir bíla verið framleiddir hjá fyrirtækinu frá stofnum þess fyrir 84 árum síðan.
Tæplega 60% þessara bíla hafa verið smíðaðir í verksmiðjum Nissan í Japan en framleiðsla bíla undir merkjum fyrirtækisins fer fram víða um um heim.
Þess má geta að rúm 11% bíla hafa verið framleiddir í Bandaríkjunum og af löndum í Evrópu hefur mest verið framleitt í verksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi, eða rúm 6%.
Bílasala hefur almennt verið góð víðast hvar, ekki þó síst í Evrópu, það sem af er árinu og eru forsvarsmenn Nissan bjartsýnir um gott gengi á næstu misserum.