2015 árgerðirnar
Venjunni samkvæmt getur áhugafólk um bíla vænst þess að umfjöllun bílafjölmiðla um árgerðir komandi árs fari að verða fyrirferðarmeiri fljótlega þar sem vænta má margra þeirra á markað með haustinu.
Hér á fréttavef FÍB gefur að líta lista yfir helstu þeirra nýjunga sem þegar er vitað um það sem af er árinu og sem væntanlegar eru í Evrópu. Tekið skal fram að listinn er ekki tæmandi og á vafalaust eftir að bætast við hann eftir því sem líður á sumarið. Algengur líftími einstakra gerða er misjafnlega langur áður en þær eru endurhannaðar og breytingarnar eru gerðar sem eru það veigamiklar að í raun er um nýjan bíl að ræða.
Algengur líftími bílgerða er 7-10 ár en stundum skemmri og stundum lengri – miklu lengri. En milli róttækra endurgerða gera framleiðendur gjarnan smávægilegri breytingar á útliti og innréttingum og eru slíkar breytingar gjarnan nefndar andlitslyftingar. Á listanum hér á eftir kallast þær veigamiklu N, en þær veigaminni eða andlitslyftingarnar kallast A.
Loks skal tekið fram að margir þeirra bíla sem birtast á þessum lista hafa ekki komið til Íslands og eiga það trúlega ekki eftir. Sumir þeirra eru hreinlega munaðarlausir hér þar sem enginn innflytjandi fyrirfinnst. Bílar Fiat/Chrysler samsteypunnar eru dæmi um slíkt (Fiat, Alfa Romeo og Jeep) Svipaða sögu er að segja af Smart, Mini o.fl.).
|