23 ár síðan fyrsti fjöldaframleiddi tvinnbíllinn kom á götuna
Um þessar mundir eru 23 ár síðan fyrsti tvinnbíllinn kom á götuna. Þetta var árið 1997 þegar japanski bílaframleiðandinn Toyota braut blað í þessum efnum með fjölda framleiðslu á Toyota Prius tvinnbíl. Á þessum tímamótum var það upplýst að Toyota hefði selt 15 milljónir tvinnbíla.
Þessum bílum var ekki sérlega tekið fagnandi í byrjun, salan var í róglegri kantinum fyrsta áratuginn. Eftir því sem árin liðu varð vakning um mest allan heim, sérstaklega í Evrópu, fyrir bílum sem menguðu minna. Frá 2013 Prius að seljast mun meira en áður og hefur verið að seljast með ágætum allt til dagsins í dag.
Í dag er framboðið á þessum bílum alltaf að verða meira í öllum stærðarflokkum og æ fleiri bílaframleiðendur leggja meiri áherslu á raf- og tengiltvinnbíla. Hlutfall þessara bíla er hvað hæst í Evrópu en aðrar heimsálfur eiga enn sem komið er nokkuð í land í þessum efnum.
,,Rafknúin ökutæki er framtíðin. Við verðum að leggja hart að okkur í framleiðslu á þessum bílum, tækninni fleytir hratt fram og afköst rafhlöðunnar er alltaf að verða meiri,“ sagði Shigeki Terashi einn af yfirmönnum Toyota í Japan.