40% ökutækja á nöglum í Reykjavík
Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2024 var þannig að 40,3% ökutækja voru á negldum dekkjum og 59,7% var á öðrum dekkjum. Hlutfallið var talið og reiknað miðvikudaginn 24. janúar að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Hlutfallið hefur því hækkað nokkuð frá síðustu talningu í desember 2023 þegar það var 34,9%.
Ekki náðist að telja á svipuðum tíma í fyrra, en fyrir tveimur árum var hlutfallið 41,5%. Fyrir þremur árum var það 40,0%.
Hlutfallið í ár er því sambærilegt og það hefur verið síðastliðin ár, á þessum árstíma.
Á meðfylgjandi gröfum má sjá frekari niðurstöður talninga síðastliðin ár.