490 Suzuki Swift bifreiðar innkallaðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki Bílar ehf um að innkalla þurfi 490 Suzuki Swift bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að sökum forritunargalla í tölvu fyrir líknarbúnað (Air-Bag) getur búnaðurinn orðið virkur ef afturhurð er skellt aftur.
Við það getur gardínu og hliðarvörn ásamt sætisbeltastrekkjara sprungið út og í versta tilfelli orsakað slys á farþegum Við innköllun er Air-Bag tölva bifreiðanna uppfærð.
Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis og bréfleiðis.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.