600 kW hraðhleðslustöð opnuð í Reykjanesbæ
Brimborg Bílorka opnaði á dögunum öflugustu hraðhleðslustöð landsins á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ með hámarks afl upp á 600 kW. Verð á kWh hins vegar það lægsta miðað við hleðsluafköst eða aðeins frá 49 kr / kWh. Stöðin er opin fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.
Stöðin er með 8 CCS tengi og getur því hlaðið 8 ökutæki í einu og allar tegundir ökutækja hvort sem eru fólksbílar, sendibílar, vörubílar, rútur eða strætisvagnar. Hámarks hleðsluafköst eru allt að 400 kW fyrir einstök ökutæki. Um er að ræða níundu hraðhleðslustöðina hjá Brimborg Bílorku.
Tvær gerðir CCS hraðhleðslutengja eru á stöðinni. Annars vegar tengi sem bjóða allt að 240 kW hleðsluafköst og CCS hraðhleðslutengi sem bjóða allt að 400 kW hleðsluafköst.
Stöðin er hönnuð á svipaðan hátt og bensínstöð með gegnumakstri og því er mjög einfalt aðgengi að og frá öllum tengjum fyrir fólks,-sendi-, vöru- eða hópferðabíla og einnig fyrir bíla með ferðavagna og kerrur. Hönnun stöðvarinnar hefur miðað að því að tryggja gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Upphitað plan er við stöðina, góð lýsing og öryggismyndavélar.