600 milljón bílar í heiminum
Talið er að bílar í heiminum í dag séu um 600 milljónir. Þrír fjórðu bílanna eru fólksbílar en afgangurinn hverskonar vörubílar.
Bandaríkin eru mesta bílaþjóðin með 776 bíla á hverja þúsund íbúa. Hlutfall bensínbíla er þar einnig mjög hátt og um það bil helmingur þeirrar hráolíu sem unnin er í Bandaríkjunum fer í það að vinna eldsneyti fyrir bíla, aðallega bensín.