7 ára ábyrgð á Kia bílum

Kia á Íslandi, mun frá og með 1. janúar 2010 selja alla nýja bíla með 7 ára ábyrgð. Fyrstu þrjú ár ábyrgðarinnar eru engin almenn takmörk á akstri, en á öllum ábyrgðartímanum er miðað við að aksturinn fari ekki upp fyrir 150.000 km. Ennfremur felur hún í sér ábyrgð gegn gegnumtæringu í 7-12 ár eftir gerðum.

Síðla árs 2006 hóf Kia, fyrstur bílaframleiðenda, að bjóða 7 ára ábyrgð á Kia cee'd sem framleiddur er í Evrópu. Nú býður Kia samskonar 7 ára/150.000 km ábyrgð á öllum sínum framleiðslubílum fyrir Evrópumarkað, allt frá smábílnum Picanto til jeppans Kia Sorento.

“Við höfum það yfirlýsta markmið að vera fremstir bílaframleiðenda í heiminum hvað snertir ánægju viðskiptavina. 7 ára ábyrgð á öllum bílum okkar er stórt skref í áttina að því markmiði. 7 ára ábyrgð mun án efa fjölga heimsóknum í sýningarsali okkar og auka söluna á árinu 2010 og næstu ár," segir Paul Philpott, framkvæmdastjóri Kia í Evrópu.

Sjö ára ábyrgð Kia gildir gagnvart bilunum sem kunna að verða í bílnum en ekki til eðlilegs slits sem hlýst af notkun bílanna. Þannig nær ábyrgðin ekki til eðlilegs viðhalds og endurnýjunar á slithlutum eins og t.d. hjólbörðum og hemlaborðum og -klossum, kúplingsdiskum o.þh. Til að ábyrgðin gildi út hinn tiltekna tíma skal halda bílnum eðlilega við og þjónusta hann í samræmi við þjónustuhandbók framleiðanda um allan ábyrgðartímann.

Nánar tiltekið nær sjö ára ábyrgðin til lakkskemmda í 5 ár (eftir gerðum), hljómkerfis og leiðsögukerfis í 3 ár (að 100.000 km), íhluta, aukahluta og rafgeyma í 2 ár. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits, til dæmis á hjólbörðum, bremsuborðum og kúplingsdiskum. Kia K2900 atvinnubíllinn er utan þessarar ábyrgðar og heldur 3 ára ábyrgð. Sjá nánar á heimasíðu Kia á Íslandi.