71 árs kynbomba á Pirelli dagatalinu 2007
Sophia Loren.
Ítalska dekkjafyrirtækið Pirelli hefur lengi gefið út dagatal með myndum af léttklæddum kynþokkafullum konum.
Lengstum hafa almanakskonur Pirelli verið kornungar og á góðum barneignaraldri en í dagatali fyrir næsta ár verður brugðið út af þeirri venju því um þessar mundir er verið að taka myndir af þokkagyðjunni frægu, Sophiu Loren sem verður 72 ára í september nk. Der Spiegel segir að á myndunum í dagatalinu verði hún klædd demöntum einum fata. Það á eftir að koma í ljós.
Sophia Loren verður ekki eina þokkagyðjan á dagatalinum 2007 en hinar verða hins vegar talsvert yngri. Þær verða Penelope Cruz, Hilary Swank og Naomi Watts. Aldursins vegna gæti Sophia Loren verið langamma þeirra.