Á næsta ári stefnir í metsölu á rafbílum í Noregi
Sala á rafbílum gengur hvergi betur en í Noregi og slagar fjöldi þeirra nú hátt í 200 þúsund talsins. Fyrsti Nissan Leaf kom á götuna í Noregi 2011 og hefur síðan notið mikilla vinsælda. Ekkert lát er á sölu rafbíla í Noregi og bendir margt til þess að salan slái öll met á næsta ári. Biðlistar eru eftir rafbílum og eru dæmi um að kaupendur þurfi að bíla í nokkra mánuði eftir nýjum bíl.
Norðmenn eru í algjöru forystuhlutverki þegar kemur að rafbílum í Evrópu og víðar í heiminum og eru Nissan Leaf og Volkswagen þar í algjörum sérflokki. Þess má geta að skráðir raf- og tengiltvinnbílar á Íslandi eru hátt í 10 þúsund.. Fyrstu hlöður Orku náttúrunnar (ON) voru teknar í notkun í apríl 2014 en þá voru aðeins 94 rafbílar og 3 tengiltvinnbílar skráðir á Íslandi.
Forsvarsmenn Nissan og Volkswagen eru bjarstýnir á að árið 2020 verði metsölu ár í sölu á rafbílum. Nýr Leaf kom á markað í byrjun þess árs og hefur slegið rækilega í gegn. Efirspurnin hefur verið sérlega mikil hér á landi. Framleiðendur ID.3 bílsins frá Volkswagen bindar vonir um að bíllinn seljist býsna vel á næsta ári og þá ekki síst í Noregi.
Í Noregi í dag helmingur nýskráðra bíla rafbílar. Niðurgreiðslukerfi fyrir rafbílaeigendur þar í landi sé mjög gott og því er viðráðanlegra að fjárfesta í rafbíl. Verðið er sambærilegt við verðið á bensín- eða dísilbílum.