Aðeins Costco lækkar bensínverð
Þrátt fyrir styrkingu krónunnar síðustu vikurnar er Costco þeir einu um að láta neytendur njóta þessarar þróunar. Þetta segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Runólfur vísar þar til styrkingu krónunnar að undanförnu gagnvart bandaríkjadal. Hann segir ennfremur almennt vera fylgni á milli lækkunar eldsneytisverðs og styrkingu krónunnar.
Í Morgunblaðinu kom fram að eldsneytisverð hafi haldist svo gott sem óbreytt hér á landi frá áramótum þrátt fyrir gengisþróunina. Einn aðili á markaði, Costco, undanskilur sig frá þessu en Costco lækkaði nú nýverið bensínlitrann um fimm krónur.
Verð á lítranum af bensíni hjá Costco kostar 183,90 krónur en algengt verð olíufélaganna sé 206,90 krónur á sama eldsneyti.