41,9% hlynntur hóflegri gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja
Dagana 3. til 13. maí sl. vann Gallup skoðanakönnun að beiðni Samgöngufélagsins þar sem spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú hóflegri gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu? Af þeim 818 sem tóku afstöðu voru örlitlu fleiri sem voru (alfarið, mjög eða frekar) hlynntir heimild til gjaldtöku eða 41.9% en þeir sem voru (alfarið, mjög eða frekar) andvígir en það voru 39,9%.
18,2% þátttakenda var hvorki með eða móti. Skipting eftir búsetu var þannig að af skráðum íbúum í Reykjavík voru 44% hlynntir en 39% andvígir. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur voru 48% hlynntir en 37% andvígir. Utan höfuðborgarsvæðisins voru 34% hlynntir en 44% andvígir, en hlutfalla svarenda utan höfuðborgarsvæðisins af öllu þýðinu var 35,7%.
Fleiri konur en karlar voru hlynntar eða 45% en 35% andvígar, 19% voru hvorki með né móti en af körlum voru 40% hlynntir en 45% andvígir en 15% voru hvorki með né móti. Nálgast má hana á vef Samgöngufélagsins hér.
Í tilkynningunni frá Samgöngufélaginu kemur fram að minnt skal á að á Alþingi liggur fyrir að lögfesta frumvarp til umferðarlaga en í upphaflegum drögum að því var gert ráð fyrir heimild til handa sveitarfélögunum að ákveða hvort þau leggðu gjald á eigendur ökutækja sem búin væru nagladekkjum, en ákvæði um það var numið úr frumvarpinu sem lagt var fyrir þingið. Sjá frumvarpið á vef Alþingis hér.
Heimild til gjaldtöku væri einnig í samræmi við áætlun stjórnvalda sem fram kemur í ritinu “HREINT LOFT TIL FRAMTÍÐAR – Loftgæði á Íslandi 2018 til 2029“. Þar sem segir á bls. 15 “. . . . að unnið skuli að frumvarpi til laga um breytingu á vegalögum nr. 80/2007, þar sem kveðið verði á um gjaldtöku fyrir árslok 2022 vegna nagladekkja með það að markmiði að draga úr notkun þeirra (sjá markmið 1. gr. reglugerðar um loftgæði). ” Þótt vegalög séu nefnd í þessu sambandi verður að telja heppilegra að hafa þessa heimild í umferðarlögum.
Á málþingi sem Samgöngufélagið hélt á Grand Hótel miðvikudaginn 3. apríl sl. var fjallað um þessi mál undir heitinu: ,,Á að heimila gjaldtöku af nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu?“ Í glærum sem þar voru sýndar og nálgast má á slóðinni www.samgongur.is/nagladekk (neðst) má nálgast ýmsan fróðleik um notkun nagladekkja þ. á m. um reynslu Norðmanna af gjaldtöku í nokkrum stærri borgum þar.
Hér skal einnig vakin athygli á að á vefnum www.island.is her https://listar.island.is/Stydjum/47 má nálgast undirskriftasöfnun fyrir þá sem styðja að sveitarfélög landsins fái þessa heimild í umferðarlögum.