Áhrifa sóttvarnaraðgerða gætir enn í umferðinni
Áhrifa sóttvarnaraðgera gætir enn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu fyrstu daga ársins 2021. Umferðin í nýliðinni viku var nærri 20 prósentum minni en í sömu viku fyrir ári síðan að því fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.
Nú þegar liðnar eru tvær staðlavikur af árinu 2021 þá mældist umferðin, yfir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, 19,5% minni en í sömu staðalvikum árið 2020. Mest dróst umferðin saman um mælisnið á Hafnarfjarðarvegi eða um 22,5% en minnst á Vesturlandsvegi eða um 10,6%.
Mismunur milli áranna 2020 og 2021 í staðalvikum 1-2:
Hafnarfjarðarvegur við Kópavogslæk -22,5%
Reykjanesbraut við Dalvek í Kópavogi -25,3%
Vesturlandsvegur ofan Ártúnsbrekku -10,6%
Eins og sést á línuriti B má segja að mælanleg áhrif sóttvarnaraðgerða fara ekki að gæta, á umferðina, fyrr en víku 12 árið 2020. Það má því búast við áframhaldandi samdráttartölum næstu vikurnar, miðað við árið 2020, ef sóttvarnir verða með svipuðum hætti og verið hefur.