Al-Attyah og Thörner orðin efst
Nasser Al-Attyah t.h. og Tina Thörner.
S. Afríkubúinn Giniel de Villiers (VW) rauf í gær einvígi þeirra Carlos Sainz (VW) og Nassers Al-Attyah (BMW) í Dakar rallinu og gerðist sigurvegari í fimmta áfanga keppninnar. Með sigri de Villiers skaust Al-Attyah upp í efsta sætið og de Villiers í annað, en Carlos Sainz féll niður í það þriðja.
Í gær fannst lík fransks keppanda í mótorhjólaflokki en maðurinn skilaði sér ekki í mark eftir annan áfanga keppninnar sl. sunnudag. Keppandinn, Pascal Terry, var 49 ára gamall og talið er að hann hafi fengið hjartaáfall. Lík hans fannst gærmorgun í þéttum runna um 15 metra frá mótorhjólinu, þar sem hann hafði greinilega leitað skjóls undan brennandi sólinni. Áfangi dagsins í dag frá San Rafael til Mendoza við rætur Andesfjallgarðsins er 625 km, þar af er sérleiðin 395 km.
Staðan í keppni í flokki bíla eftir fimmta áfanga er þessi:
Keppendur Teg. Tími Frávik
1. AL ATTIYAH (QAT) / THÖRNER (Svíþ.) BMW 18:44:37 00:00:00
2. DE VILLIERS (S. Afr.) / VON ZITZEWITZ (Þýsk.) VW 18:47:01 00:02:24
3. SAINZ (Sp.) / PERIN (Frakk.) VW 18:51:10 00:06:33
4. MILLER (USA) PITCHFORD (S: Afr.) VW 19:04:32 00:19:55
5. ROMA (Sp.) / CRUZ SENRA (Sp.) MITSUBISHI 19:09:06 00:24:29
Staðan í flokki mótorhjóla er þessi:
1. COMA (Sp.) KTM 21:38:12 00:00:00
2. STREET (USA) KTM 22:05:24 00:27:12
3. FRETIGNE (Fr.) YAMAHA 22:17:21 00:39:09
4. ULLEVALSETER (Nor.) KTM 22:35:34 00:57:22
5. VILADOMS (Sp.) KTM 22:44:54 01:06:42
Staðan í trukkaflokki er þessi:
1. DE ROOY (Holl.) COLSOUL (Bel.)VAN MELIS (Holl.) GINAF 22:13:05 00:00:00
2. KABIROV (Rúss.) BELYAEV (Rúss) MOKEEV (Rúss) KAMAZ 22:13:18 00:00:13
3. CHAGIN (Rúss) SAVOSTIN (Rúss) NIKOLAEV (Rúss) KAMAZ 22:23:10 00:10:05
4. MARDEEV (Rúss) MIZYUKAEV(Rúss) MARDEEV(Rúss) KAMAZ 23:43:51 01:30:46
5. ECHTER (Þý) RUF (Þý) KLEIN (Þý) MAN 24:20:45 02:07:40