Álagning á dísilolíuna á uppleið
Olíufélögin íslensku hafa hækkað álagningu á dísilolíu á liðnum vikum. Uppreiknað með vísitölu neysluverðs þá er álagningin á hvern dísillítra það sem af er maí mánuði um 5 krónum hærri en hún var að meðaltali árið 2010.
Heimsmarkaðsverð á bensíni fyrstu dagana í maí er það sama og meðal heimsmarkaðsverð í liðnum apríl mánuði. Heimsmarkaðsverðið hefur farið lækkandi það sem af er maí og sú þróun hefur haldið áfram í dag. Útsöluverðið hér á landi í maí er 3,5 krónum hærra á hvern lítra af bensíni samanborið við útsöluverðið í apríl.
Ljóst er að olíufélögin ættu að lækka útsöluverð á bæði dísilolíu og bensíni strax í dag. Sjá nánar í meðfylgjandi grafískum myndum:
Álagning á dísilolíum.v. vísitölu neysluverðs |
![]() |