Allt að 111 prósenta verðmunur
ASÍ hefur kannað verð á dekkjaskiptaþjónustu hjólbarðaverkstæðanna og getur verðmunur numið allt að 6.590 kr. á einum og sama bílnum. Kannað var verð á dekkjaskiptum , umfelgun og jafnvægisstillingu á 35 hjólbarðaverkstæðum um land allt. KvikkFix í Kópavogi var oftast með lægsta verðið í könnunni.
Af þessari könnun má ráða að það getur borgað sig mjög vel að rýna í könnunina áður en farið verður út í það að skipta yfir á vetrarhjólbarðana. Könnunina er að finna á heimasíðu ASÍ.