Allt að 5.600 kr. verðmunur á dekkjaskiptunum

http://www.fib.is/myndir/Dekk-balance.jpg

Samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands, ASÍ, á þjónustu hjólbarðaverkstæða sem birt er á vef ASÍ getur tæplega 5.600 króna verðmunur  verið á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á dekkjum.

Verðkönnunin var gerð af verðlagseftirlit ASÍ hjá 28 þjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri föstudaginn 17. apríl. Mestur reyndist munurinn á hæsta og lægsta verði á hjólbarðaskiptingu fyrir jeppa á 30-32” dekkjum, rúm 72% og jeppa á 29” dekkjum 71%.

Þjónustan fyrir fólksbíl á 13-15” dekkjum með stálfelgum kostaði kr. 5.200 hjá Hjólbarðaverkstæði Vöku, Eldshöfða þar sem hún var ódýrust en kr. 7.136 hjá Höldur hjólbarðaverkstæði Akureyri þar sem hún var dýrust. Það er 1.936 króna munur á hæsta og lægsta verði eða 37%.Fyrir sambærilegan bíl á álfelgum kostar þjónustan frá kr. 5.200 hjá Hjólbarðaverkstæði Vöku upp í kr. 7.690 hjá Hjólbaraverkstæði Heklu, Klettagörðum sem er 2.490 króna verðmunur eða tæplega 48%.

Þjónusta hjólbarðaverkstæða við fólksbíla hefur að meðaltali hækkað um 10% frá síðustu könnun verðlagseftirlitsins sem gerð var í október 2007. Meiri hækkun hefur þó orðið á þjónustu við jepplinga og meðalstóra jeppa eða um 11%. Þjónusta við stóra jeppa hefur hækkað mest eða um tæp 16% að meðaltali.