Töluverð andstaða er við innheimtu veggjalda í Noregi
Það er ekki einungis hér á landi að mikil umræðan fer fram gegn veggjöldum heldur eru Norðmenn í sömu málum. Segja má að frændur vorir séu komnir lengra á veg í þeim efnum því að nú bendir flest til þess að samtök sem berjast gegn veggöldum í Noregi bjóði fram víða um land í sveitastjórnarkosningum sem fara þar fram á næsta ári.
Í Noregi hafa veggjöld verið um langa hríð og er áætlað að þau verði um 200 milljarðar á yfirstandandi ári. Megintilgangur þeirra er að hraða vegaframkvæmdum.
Töluverð andstaða er við innheimtu veggjalda í Noregi en fyrir fjórum árum voru stofnuð þar samtök, Folkeaksjonen nei til mer bompenger, til að berjast gegn þeim. Reyndar buðu samtökin fram sem flokkur í Stavanger 2015 og fékk hann þrjá kjörna fulltrúa. Markmið og tilgangur samtakanna er að afnema veggjöld sem fjármögnunarleið. Það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að standa undir fjármögnum þeirra því að uppbygging innviða sé samfélagslegt verkefni.