App fyrir þá sem hyggja á akstur í Evrópu
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út ókeypis snjalltækja forrit eða app sem veitir gagnlegar upplýsingar um umferðarreglur innan Evrópu.
Á netsíðunni má einnig finna gagnlegar upplýsingar um akstur innan landa Evrópusambandsins, Noregi og Sviss.
Hvaða hraðaviðmið eru á spænsku hraðbrautum? Er skylda að nota hjálm þegar hjólað er á reiðhjóli í Svíþjóð? Ókeypis European Road Safety App-ið inniheldur mikilvægar upplýsingar um umferðarlög og -reglur og þar er einnig að finna skemmtilega leiki. Það er tilvalið að kynna sér heimasíðuna og sækja appið áður en haldið er af stað í aksturs ferðalag. Það sparar að vista appið til að forðast reiki-gjöld.
FÍB hvetur fulltrúa stjórnvalda á Íslandi til að koma upplýsingum um umferðarreglur og frumstæðar aðstæður og ófullnægjandi vegakerfi hér á landi á framfæri við app-meistara Evrópusambandsins líkt og Sviss og Noregur hafa gert. Þetta gæti nýst erlendum ökumönnum sem hyggja á aksktur um Íslandog þar með verið forvörn til að auka umferðaröryggi.
Við minnum einnig á aðgengilegar upplýsingar á FÍB síðunni undir flipanum Ferðalög í útlöndum.