Appelsínugulur besti bílaliturinn?

Mismunandi litir bíla hafa misjöfn áhrif á hversu mikið þeir falla í verði eftir því sem árin líða. Þetta er niðurstaða athugunar sem sagt er frá á bandarískum bílafréttavef. Þar segir að þriggja ára gamlir appelsínugulir bílar haldi best verðgildi sínu. Mest er verðfallið á gull-litum og drapplitum bílum eftir þrjú ár.

Appelsínugulur bíll hefur frá því hann var keyptur fyrir þremur árum, fallið í verði um 21,6 prósent. Til samanburðar þá hafa gráir og hvítir bílar fallið um 29,5 prósent, svartir um 30,2 prósent og silfurlitir um 30,6 prósent.

En það er þó varasamt að draga þessa ályktun um verðmæti og verðfall út frá appelsínugula litnum einvörðungu. Það er nefnilega svo að liturinn – orange eins og hann kallast, og aðrir ,,glaðlegir” litir eru ekki algengir á venjulegum bílum heldur sjást oftast á sérstæðum og dýrum bílum eins og Ferrari o.fl. slíkum, Slíkir bílar eru sjaldnast í notkun í daglegu snatti eða í matarinnkaupum fyrir helgina, heldur er þeim ekið við sérstök tækifæri. Þessvegna eru þeir minna eknir og minna slitnir en heimilisbílarnir eftir þriggja ára notkun.

En sé eingöngu horft til litanna lítur listinn svona út:

Verðfall eftir þrjú ár eftir litum. (meðalverðfall = -29,8 %)

1. Appelsínugulur: -21,8 %
2. 
Gulur: -22,0 %
3. 
Grænn: -24,0 %
4. 
Brúnn: -28,5 %
5. 
Rauður: -29,1 %
6. 
Grár: -29,5 %
6. 
Hvítur: -29,5 %
7. 
Blár: -29,9 %
8. 
Svartur: -30,2 %
9. 
Silfur: -30,6 %
10. 
Drapp: -31,2 %
11. 
Gull: -33,5 %