Apple hættir við sjálfkeyrslubílinn
Apple tölvufyrirtækið hefur lagt meginhluta svonefnds Titan-verkefnis á hilluna. Titan var nafnið á þróunarverkefni Apple um framleiðslu á sjálfkeyrandi bílum. Hugmyndin um eigin bílaframleiðslu er komin á hilluna en áfram á að vinna að gerð sjálfkeyrslu-hugbúnaðar samkvæmt frétt Bloomberg.
Við Titan-verkefnið störfuðu samtals um þúsund manns en eftir að þróun sjálfs bílsins er úr sögunni missir stór hluti hópsins vinnu sína. Þeim sem eftir eru hefur veittur lokafrestur með skil á nothæfu stýrikerfi fyrir sjálfkeyrslubíla. Kerfið skal vera tilbúið til notkunar fyrir lok ársins 2017 – næsta árs.