Áratugur aðgerða 2011-2020

Íslenska hluta átaks Sameinuðu þjóðanna fyrir umferðaröryggi í heiminum var ýtt úr vör í morgun við athöfn sem fram fór á Kirkjusandi í Reykjavík. Ávörp fluttu Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra.

Frumkvæði að þessu alheimsátaki kemur frá FIA, alþjóðasamtökum bifreiðaeigenda og bílasportklúbba en FÍB er eitt aðildarfélaga FIA. FIA hefur um

http://www.fib.is/myndir/Blodrur.jpg
Upphaf Áratugar aðgerða gegn umferð-
arslysum á Íslandi hófst í morgun með
því að skólabörn úr Laugarnesskóla
slepptu 201 blöðru, einni fyrir hvert
mannslíf sem glatast hefur í umferð-
inni á Íslandi undanfarinn áratug.
http://www.fib.is/myndir/Slepping.jpg
Blöðrurnar stíga til himins.
http://www.fib.is/myndir/Gris-krossadur.jpg
Steinþór Jónsson formaður FÍB nælir
einkennismerki Áratugar aðgerða í
jakkaboðung Ólafs Ragnars Gríms-
sonar forseta Íslands.
http://www.fib.is/myndir/Ron&omOmmi.jpg
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri
FÍB tv. ásamt Ögmundi Jónassyni innan-
ríkisráðherra.
http://www.fib.is/myndir/Run-Stein-Gris.jpg
Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson for-
maður FÍB og Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti Íslands.
http://www.fib.is/myndir/Hross&madur.jpg
Þarfasti þjónninn. Þessi gæðingur var
viðstaddur athöfnina ásamt eiganda
sínum.

árabil unnið að því að vekja athygli stjórnmála- og fjölmiðlafólks og alþjóðastofnana á nauðsyn þess að ráðast af alvöru gegn umferðarslysafaraldrinum sem alvarlegum heilbrigðisvanda. Sameinuðu þjóðirnar tóku fljótt mjög myndarlega á málinu og leiða þær nú þetta alþjóðlega átak sem á íslensku nefnist Áratugur aðgerða gegn umferðarslysum 2011-2020 og á ensku kallast UN Decade of Action for Road Safety 2011-2020.

„Það hefur verið ánægjulegt fyrir mig að fylgjast með því í samtölum við erlenda forystumenn hve starfsemi t.d. Félags ísl bifreiðaeigenda og barátta þeirra hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Þótt átakið sem við erum að ýta hér úr vör sé alþjóðlegt þá er það líka íslenskt og það verður eftir því tekið í öðrum löndum hvernig okkur tekst í þessum efnum,“ sagði forseti Íslands í ávarpi sínu.

Forseti sagði ennfremur að ekki væri ástæða til að sitja með hendur í skauti og láta umferðarslysin yfir sig ganga eins og náttúruhamfarir. Þótt fáir hefðu áður trúað að það væri hægt þá hefði samt tekist að fækka svo mjög banaslysum til sjós að nú liðu heilu árin án þess að sjórinn krefðist mannslífa. Hið sama væri mögulegt hvað umferðina varðaði. Síðan sagði forsetinn: „Við skulum strengja þess heit að á sama hátt og okkur hefur tekist sem þjóð að fækka stjörnunum í fána Sjómannadagsins til minningar um þá sem látið hafa lífið til sjós, þá takist okkur líka að fækka jafnt og þétt dauðsföllunum uns við náum því að halda upp á heilu árin án þess að nokkur látist hér í umferðarslysi, Það er takmark sem sannarlega er hægt að ná,“

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að sú alheimsherferð sem í dag væri að hefjast í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hefði það markmið að stöðva og snúa við þróun undanfarinna ára og áratuga til stöðugt fleiri banaslysa og alvarlegra umferðarslysa. „Við getum bætt ástandið hér með því að auka fjármagn til umferðaröryggismála, auka rannsóknir, auka gagnasöfnun og úrvinnslu, auka fræðslu, bæta lagasetningu og auka samstarf við aðrar þjóðir,“ sagði ráðherra. Lögð verði áhersla á þátttöku allra í verkefninu, yfirvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og almennings. Markmiðin mætti orða sem; -fimm stjörnu bílar, fimm stjörnu vegir, fimm stjörnu ökumenn. „En það svo margt fleira. Það snýst um aga og það snýst um hugarfar. Við náum árangri með breyttu hugarfari og þar með breyttri hegðun… Ef allir leggjast á eitt er ekki óraunhæft að ætla að í lok áratugarins hafi umferðarslysum hér á landi fækkað umtalsvert, en takmarkið er vitanlega að útrýma banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni,“ sagði innanríkisráðherra.