06.07.2016
Shell Eco-maraþonið, sparaksturshátíð og -keppni háskólanema í Evrópu sem haldin hefur verið árlega undanfarna þrjá áratugi, fór fram í London um síðustu helgi. 230 keppnislið háskólanema frá 29 löndum tóku þátt á heimasmíðuðum ökutækjum og franska liðið Microjoule-La Joliverie bar heildarsigur úr býtum með því að komast 2.600 km á einum lítra af CNG gasi.
05.07.2016
Bílþjófar í Evrópu hafa í vaxandi mæli snúið sér að því að stela hlutum úr bílum, eins og rándýrum Xenon ljósum, loftpúðum, tölvum og stjórnbúnaði, hvarfakútum, felgum, og jafnvel heilu mælaborðunum úr bílum.
04.07.2016
Chris Evans aðalstjórnandi TopGear þáttanna á BBC er hættur. Hann tilkynnti þetta á Twitter fyrr í dag. Þar segist hann hafa gert sitt besta en það sé ekki alltaf nóg.
04.07.2016
Miklar breytingar eru að verða á bílum um þessar mundir. Í okkar heimshluta jókst hlutur dísilknúinna fólksbíla mjög með tilkomu samrásar-dísilvélanna (common-rail) um aldamótin síðustu. Dísilvélar sem áður höfðu verið hæggengar, háværar og viðbragðsseinar gerbreyttust og fengu flesta kosti bensínvélanna en voru sparneytnari.
04.07.2016
Forstjóri Volkswagen hafnar alfarið umleitunum um að ljúka dísilhneykslinu í Evrópu á sama hátt og verður gert í Bandaríkjunum. Í viðtali við dagblaðið Welt am Sonntag segir hann að bandaríska niðurstaðan eigi ekki við í Evrópu og yrði auk þess allt of dýr