Fréttir

Hekla innkallar tólf Volkswagen bifreiðar

Hekla hf. hefur innkallað 12 bíla af gerðinni Volkswagen Golf, Passat, Up og Transporter árgerð 2017, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili að því fram kemur á heimasíðu Neytendastofu.

Nissan afhenti Harrods 100 rafknúna sendibíla

Nissan afhenti bresku verslunarkeðjunni Harrods í síðustu viku eitt hundrað rafknúna sendibíla af gerðinni Nissan e-NV200. Bílarnir verða notaðir til að dreifa vörum í verslanir keðjunnar á Lundúnarsvæðinu og við táknræna athöfn voru bílarnir afhentir við verslun Harrods við Knightsbridge.

Aukin umferð á Reykjanesbraut og á Snæfellsnesi

Umferðin utan Hringavegar og höfuðborgarsvæðisins hagar sér aðeins öðruvísi. Meðan mikil aukning hefur orðið á umferðinni á Reykjanesbrautinni og á Snæfellsnesi dregst hún saman fyrstu þrjá mánuði ársins á Austfjörðum og í mars á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Bílgreinasambandið gengur til liðs við Samtök iðnaðarins

Fé­lags­menn Bíl­greina­sam­bands­ins samþykktu fyrir helgina að ganga til liðs við Sam­tök iðnaðar­ins. Aðal­fund­ur sam­bands­ins fór fram á Grand Hót­el Reykja­vík og var Jón Trausti Ólafs­son end­ur­kjör­inn formaður til næstu tveggja ára.

Evrópuþingið tekur upp nýja reglugerð sem lýtur að gerð ökutækja

Á dögunum tók Evrópuþingið upp nýja reglugerð sem lýtur að gerð ökutækja. Laurianne Krid settur framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka bifreiðaeigenda, FIA, sagði endurskoðun á svokallaðri gerðarviðurkenningu nauðsynlega til að vinna aftur traust neytenda .

Mercedes-AMG GT sýning í Hofi á Akureyri

Mercedes-Benz og Höldur bjóða til Mercedes-AMG GT sýningar í Hofi á laugardaginn kl. 12–16. Þar verða sýndir fjölmargir bílar og stjarna sýningarinnar er Mercedes-AMG GT sem vakti verðskuldaða athygli á Mercedes-AMG sýningu í Reykjavík á dögunum.

Nýtt FÍB Blað er í dreifingu

Fyrsta tölublað FÍB-blaðsins á þessu ári mun berast félagsmönnum FÍB á allra næstu dögum. Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni eins og allan jafnan. Meðal þess sem fjallað er um í blaðinu er hugmyndin um að setja upp gjaldhlið á vegina inn og út úr Reykjavík og rukka vegtolla af vegfarendum og verja þeim til endurbóta og viðhalds í vegakerfinu sem orka mjög tvímælis.

Ritstjóraskipti

Um þessar mundir er Stefán Ásgrímsson ritstjóri FÍB blaðsins og heimasíðu FÍB að hætta störfum á skrifstofu FÍB. Stefán hefur verið ritstjóri í fullu starfi í um 16 ár en kom áður að ritstjórn sem verktaki. Samstarfsfólk og stjórn FÍB þakkar Stefáni vel unnin störf, vináttu og ferskleika á tímum mikilla breytinga í tækni og umhverfi fjölmiðla. Stefán er nú virðulegur heldri borgari og við samferðarfólkið óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Jón Kristján Sigurðsson hefur tekið við ritstjórastarfinu hjá FÍB. Jón er þrautreyndur blaðamaður og ritstjóri og starfaði síðast sem kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ). Stjórn og starfsfólk FÍB býður Jón hjartanlega velkominn til starfa.

Velta í sölu nýrra bifreiða nam 121,3 milljörðum á síðasta ári

Það kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í Árbók bílgreina sem var að koma út. Í bókinni koma fram staðreyndir sem fjalla um hinar ýmsu hliðar bílgreinanna. Hlutur bílgreina í landsframleiðslu var 1,6% árið 2016 og jókst þannig um 0,1% prósentustig frá árinu á undan.

Bílakaup landsmanna jukust um 29% fyrstu þrjá mánuði ársins

Bílakaup landsmanna fara enn vaxandi frá fyrra ári samkvæmt gögnum Samgöngustofu um nýskráningar. Alls voru 2.316 fólks- og sendibílar nýskráðir í mars, eða 823 fleiri heldur en í mars 2016. Hefur markaðurinn í heild vaxið um 29% á árinu samanborðið við fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. BL er sem fyrr með langmesta hlutdeild á markaðnum, tæp 29 prósent.