05.04.2017
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í mars sl. jókst um heil 14,6 prósent frá sama mánuði á síðasta ári og hefur umferðin ekki áður verið meiri í mars og heldur ekki í neinum öðrum mánuði. Þetta er því metmánuður á fleiri veg en einn. Frá áramótum hefur umferðin á svæðinu aukist um tæp 10 prósent. Reikna má með að umferðin muni aukast um sex prósent í ár. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vegagerðinni.
04.04.2017
Umferðin á Hringveginum jókst um tæp 14 prósent í nýliðnum marsmánuði. Það vekur athygli hversu mikil aukningin er í ljósi þess að fyrir ári síðan jókst umferðin enn meira í mars. Frá áramótum hefur umferðin á Hringvegi aukist um 14 prósent sem er gríðarlega mikil aukning. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Vegagerðinni sem voru að koma út.
03.04.2017
Allt þar til á síðasta ári var Hyundai eini bílaframleiðandinn á markaðnum sem fjöldaframleiddi rafknúna vetnisbíla. Hyundai hóf almenna sölu á vetnisknúnum ix35 í byrjun árs 2013, þar sem efnarafall framleiðir rafmagn fyrir rafmótorinn úr vetni af „eldsneytistanki“ bílsins. Vel á fimmta hundrað slíkra bíla hafa verið seldir í Evrópu.