04.04.2018
Mest ekið á miðvikudögum en minnst á sunnudögum
Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp þrjú prósent í mars sem er mun minni aukning en undanfarin ár. Í fyrra nam aukningin nærri 15 prósentum. Reikna má með að umferðin aukist í ár um 2-4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.