15.05.2018
Fram er kominn galli í öryggisbeltum í nýjustu gerð Volkswagen Polo og ætla framleiðendur bílanna að innkalla þessa gerð á næstunni. Forsvarsmenn Volkswagen segjast alltaf setja öryggið á oddinn og harma þennan galla sem fram er kominn.
14.05.2018
Vegna ákvörðunar Evrópusambandsins um nýjan mengunarmælikvarða, sem taka eiga í gildi 1. september, stefnir allt í að innfluttir bílar hækki á bilinu 10-15%. Bílagreinasamband Íslands hefur nú þegar þrýst á íslensk stjórnvöld að gera ráðstafanir til að draga úr fyrirsjáanlegri hækkun. Það hefur Evrópusambandið einnig gert og hefur hvatt aðildarríki þess að draga úr fyrirhuguðum hækkunum.
14.05.2018
ON og N1 hafa tekið í notkun nýja hlöðu með hraðhleðslu fyrir rafbíla við þjónustustöð N1 á Sauðárkróki. Hlaðan er sett upp með styrk frá Orkusjóði og í samstarfi við Vistorku, samstarfsvettvang norðlenskra sveitarfélaga og Norðurorku að ýmsum umhverfismálum. Þetta er 31. hlaðan sem ON hefur sett upp víðsvegar um landið og sú áttunda sem er á þjónustustöð N1.
11.05.2018
Töluverðar umræður hafa verið að undanförnu um miklar verðhækkanir sem hafa orðið á bílatryggingum síðustu ár. Í könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét vinna hafa bílatryggingar hækkað um 24% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,38% og er þetta því um 16,5% hækkun umfram almennar verðlagshækkanir.
11.05.2018
Á næstu dögum verður kynnt til leiks ný glæsileg færanleg skoðunarstöð. Aðalskoðun mun á fimmtudag í næstu viku taka í notkun slíkan búnað sem er fullbúin tækjum sem þarf til að skoða fólksbíla. Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl.
09.05.2018
Sextán einstaklingar létust í umferðinni árið 2017. Af þeim látnu voru sjö Íslendingar, fimm erlendir ferðamenn og fjórir erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi. Er þetta í fyrsta skipti frá upphafi sem fleiri erlendir ríkisborgarar en Íslendingar látast í umferðarslysum á Íslandi á einu ári. Þetta kemur fram í skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi árið 2017.
09.05.2018
Umferð á milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar eykst um 36 prósent með tilkomu Norðfjarðarganga sé tekið mið af talningu á umferðinni fyrstu fjóra mánuði ársins. Reikna má með að umferðin á heilu ári aukist um ríflega 30 prósent.
08.05.2018
ON hefur gert samning við Landspítala um uppsetningu og rekstur á hlöðum fyrir rafbíla á fjórum starfsstöðvum spítalans; við Hringbraut, í Fossvogi, við Landakot og á Kleppi.
07.05.2018
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,3 prósent í apríl síðast liðnum. Í ár nemur aukning umferðar á svæðinu 3,4 prósentum sem er mun minni aukning en á síðasta ári. Reikna má með að í ár aukist umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 3-4 prósent. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.
07.05.2018
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 32 Kia Optima (JF) plug-in Hybrid bifreiðar árgerð 2016 til 2018.