Öryggisbelti virka ekki sem skildi í Polo
Fram er kominn galli í öryggisbeltum í nýjustu gerð Volkswagen Polo og ætla framleiðendur bílanna að innkalla þessa gerð á næstunni. Forsvarsmenn Volkswagen segjast alltaf setja öryggið á oddinn og harma þennan galla sem fram er kominn.
Það var finnska blaðið Maailma sem komst að þessum galla í sjálfstæðri könnun sem blaðið framkvæmdi fyrir stuttu. Fram kom galli í bílbelti í vinstra aftursæti en beltið virtist losna helst þegar Polo-bíllin skipti um akreinar á miklum hraða.
Umræddur galli hefur enn fremur komið fram í Seat Arona og Seat Ibiza. Rannsókn á gallanum er þegar hafin og útiloka rannsakendur ekki að sami galli kunni að leynast í öðrum tegundum frá Volkswagen.