23.07.2018
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Þetta er fjórða árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Í þessari könnun J.D. Power eru bíleigendur nýlegra bíla spurðir um áreiðanleika þeirra og bilanir á fyrstu 3 mánuðum.
20.07.2018
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér fréttatilkynningu í þessari viku. Í tilkynningunni er Volkswagen samsteypan gagnrýnd fyrir það að hafa ekki komið nægilega til móts við bíleigendur sem urðu fyrir barðinu á stóra útblásturs hneykslinu. Það er mat framkvæmdastjórnar ESB að Volkswagen hafi átt að gera betur.
17.07.2018
Sumarið 2017 voru fyrstu Volvo V90 Cross Country lögreglubílarnir teknir í notkun. Þessi útgáfa af bílnum er þróuð af Volvo Special Vehicles and Accessories, SV&A (sérstök ökutæki og fylgihlutir). Sænska lögreglan er stór viðskiptavinur en einnig lögreglulið víða í heiminum.
09.07.2018
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 669/2018 um breytingu á byggingareglugerð, nr. 112/2012. Reglugerðin varðar breytingar sem tengjast orkuskiptum í samgöngum. Nú er lögð sú skylda á hönnuði íbúðarhúsnæðis að gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við hvert bílastæði.
02.07.2018
Samgöngustofa sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun varðandi aukningu á framanákeyrslum á vegum landsins. Með tilkynningunni fylgir samanburður á fjölda framanákeyrslna fyrstu fjóra mánuði ársins yfir 10 ára tímabil.