Fréttir

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi Mitsubishi ASX bifreiðar af árgerðinni 2013-2015. Ástæða innköllunar er að vatn getur komist í kúluliði á þurrkunum og valdið tæringu. Þurrkur geta orðið óvirkar af þessum sökum. Viðgerðin felst í að skipta þarf um þurrkuarma.

Þjóðvegi eitt um Holtsveg, vestan Lirkjubæjarklausturs, hefur verið lokað

Þjóðvegi eitt um Holtsveg, vestan Kirkjubæjarklausturs, hefur verið lokað. Vatn úr Skaftárhlaupi flæðir þar yfir og af þeim sökum er umferð beint um Meðallandsveg. Lögreglan og Vegagerð hafa íhugað að rjúfa veginn til að hleypa vatninu í gegn en beðið verður átekta með þá ákvörðun.

Samgönguöryggi ógnað með fíkniefnaakstri

Ógnvægileg þróun er að eiga sér stað sem rekja má til fíkniefnaaksturs í umferðinni . Fyrstu fjóra mánuði þessa árs slösuðust 47 einstaklingar í umferðarslysum vegna fíkniefnaaksturs sem er mikil fjölgun við sama tímabil á síðasta ári. Fjölgunin nemur um 124% en á sama tímabili á árinu 2017 slasaðist 21 einstaklingur.

61 þúsund ökutæki aka á sólarhring á Reykjanesbraut við Dalveg

Rétt eins og á Hringveginum jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu í júlí um 2,6 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Umferðin hefur aukist um þrjú prósent í ár og útlit fyrir að sama aukning verði þegar árið verður gert upp í heild sinni. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Ökumenn gefi sér tíma - stærsta ferðahelgi ársins framundan

Ein mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin er framundan. Gríðarlegur umferðarþungi verður á vegum landsins. Lögð er þung áhersla á að ökumenn gefi sér nægan tíma áður en haldið er út í umferðina.

Hægir á aukningu umferðarinnar á Hringveginum

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum júlímánuði jókst um 2,6 prósent sem er minni aukning en verið hefur undanfarin ár. Nú má reikna með að umferðin á Hringveginum í ár aukist um 3 prósent sem er minni aukning en verið hefur.

Um 70% ökumanna nota símann ólöglega undir stýri

Notkun snjallsíma undir stýri er slá­andi al­geng sam­kvæmt niður­stöðum nýrrar rannsóknar sem unnin var fyrir Sjóvá. Sam­kvæmt henni nota tæp­lega 70% öku­manna símann ólög­lega undir stýri. Þetta eru vondar niður­stöður og ljóst að um­ferðaröryggi er ógnað með þess­ari þróun.