Þjóðvegi eitt um Holtsveg, vestan Lirkjubæjarklausturs, hefur verið lokað
Þjóðvegi eitt um Holtsveg, vestan Kirkjubæjarklausturs, hefur verið lokað. Vatn úr Skaftárhlaupi flæðir þar yfir og af þeim sökum er umferð beint um Meðallandsveg. Lögreglan og Vegagerð hafa íhugað að rjúfa veginn til að hleypa vatninu í gegn en beðið verður átekta með þá ákvörðun.
Vatn flæðir yfir á um fimm hundruð metra kafla við útsýnisstað í Eldhrauni. Vegaxlir hafa skemmst en klæðning er enn sem komið er ekki farinn í sundur.
Björgunarsveitir og flokkar frá Vegagerðinni stendur um vörð fyrir lokanir á veginum. Umferð er beint um Meðallandsveg sem er 53 km langur, ómalbikaður kafli er 21 km. Um klukkustund tekur að aka veginn.